Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (27-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,7.

141027_1430
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Reykjaneshrygg og því má reikna með að þarna verði ný jarðskjálftahrina í framtíðinni. Stórar jarðskjálftahrinur á Reykjaneshrygg geta varað í nokkra daga til viku, en oftast ekki lengur en það.