Staðan í Bárðarbungu þann 27-Október-2014

Yfir helgina var hefðbundin virkni í Bárðarbungu eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Stærstu jarðskjálftarnir sem áttu sér stað um helgina voru með stærðina 5,2 og 5,3. Mikil mengun var í Höfn í Hornafirði vegna eldgossins í Holuhrauni og fór mengunin upp í 21.000 μg/m3 þegar toppanir af brennisteinsdíoxíði voru að eiga sér stað. Mengun vegna eldgossins er ennþá mikil á svæðum á sunnan við Vatnajökul.

141027_2325
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn þann 27-Október-2014 var með stærðina 5,3 og átti sér stað í suð-austur hluta Bárðarbungu öskjunnar. Síðan hefur verið rólegt varðandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Samkvæmt Veðurstofunni þá er þetta eðlilegt og hefur sést áður. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga og er núna búinn að lækka um 40 metra frá upphafi óróans í Ágúst. Nýjir sigkatlar hafa verið að myndast samkvæmt fréttum og eldri sigkatlar (sem ég vissi ekki um fyrr en í dag) hafa verið að dýpka og bendir það til þess að jarðhiti sé að aukast í Bárðarbungu. Nýju og gömlu sigkaltanir sjást mjög vel hérna á mynd frá Háskóla Íslands og er hægt að skoða hérna. Gögn frá GPS mælingum sýna örlitla þenslu í kvikuinnskotinu, það bendir til þess að eldgosið nái ekki að gjósa út allri þeirri kviku sem er að flæða inn í kvikuinnskotið þessa stundina.