Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 29-Október-2014

Miðvikudaginn 29-Október-2014 var eldgosið í Holuhrauni búið að vera í tvo mánuði og það virðist sem að fari ekki að enda á næstunni. Virknin er mjög svipuð og á Mánudaginn 27-Október-2014. Eldgosið er minna en í upphafi en það er fullkomlega eðlilegt. Nýja hraunið í Holuhrauni er núna orðið 64,6 ferkílómetrar að stærð og er þetta orðið stærsta hraun á Íslandi síðan í gaus í lakagígum 1783 – 1784.

141029_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Jarðskjálftar með stærðina fimm eða stærri verða á 20 til 35 tíma fresti eins og staðan er núna. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga um rúmlega 40 sm á dag og mest af þessu sigi gerist án þess að jarðskjálftavirkni eigi sér stað. Það hefur ekki neitt stórt eldgos átt sér stað í sjálfri Bárðarbungu ennþá, einu eldgosin sem hafa orðið þar hingað til hafa verið lítil og í mesta lagi varað í tvo til þrjá klukkutíma undir jökli. Ég hef ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu að sinni.