Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (30-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð í Krýsuvík. Það mældust í kringum þrjátíu jarðskjálftar í þessari hrinu.

141031_2120
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,1 og 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni. Þessi jarðskjálftavirkni var eingöngu í jarðskorpunni. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálfta er að vænta á þessu svæði.