Staðan í Bárðarbungu þann 24-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu þann 24-Október-2014.

Staðan í Bárðarbungu hefur lítið breyst frá 23-Október-2014. Fjöldi jarðskjálfta sem er stærri en 3,0 er kominn upp í 67 jarðskjálfta. Heildarfjöldi jarðskjálfta er orðinn 283 þegar þetta er skrifað. Síðan í gær (23-Október-2014) hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast, en þó með sveiflum þar sem jarðskjálftavirknin eykst í nokkra klukkutíma og dettur svo niður þess á milli.

141024_2210
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 24-Október-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mestur fjöldi jarðskjálfta á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu, við öskju jaðarinn. Það er nærri því enginn jarðskjálftavirkni í miðju öskjunnar, þar sem mesta sigið á sér stað núna. Askja Bárðarbungu heldur heldur áfram að síga rúmlega 30 til 40 sentimetra á dag. Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í kvikuinnskotinu í Holuhrauni í dag. Eldgosið í Holuhrauni er hinsvegar svipað og í gær eftir því sem ég kemst næst og ekki neinar breytingar á því samkvæmt fréttum. Nýjustu mælingar á nýja Holuhrauninu segja að það sé orðið 63 ferkílómetrar að stærð og stækkar eitthvað daglega, þó er ljóst að mikið hefur dregið úr eldgosinu og því stækkar hraunið ekki eins mikið og það gerði áður. Líklegt er þó að hraunið sé að þykkna á svæðum, þó svo að á einstaka svæðum þá komið talsvert nýtt hraun fram við jarðar hraunbreiðunar. Ég held að það sé ekkert annað að frétta af eldgosinu í Bárðarbungu eftir því sem kemst næst.

Annað: Frá og með næstu viku mun ég eingöngu skrifa greinar um stöðu mála í Bárðarbungu á Mánudögum, Miðvikudögum og Föstudögum. Þetta er vegna þess að breytingin á milli daga er ekki svo mikil þessa stundina. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa um það nýja grein eins fljótt og hægt er.