Staðan í Bárðarbungu þann 23-Október-2014

Þessa stundina virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu og það hefur verið mikið um jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 og 4,0 í dag. Mest öll jarðskjálftavirknin er í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu en ég er ekki viss um hvað þessi virkni þýðir og hvað er að gerast í eldstöðinni.

141023_2020
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óvíst hvort það hafi komið fram óróapúlsar í Bárðarbungu í dag, það getur vel hafa gerst án þess að ég tæki eftir því. Það er ljóst að þó svo að eldgosinu í Holuhrauni ljúki þá er langt frá því að virknin í Bárðarbungu sé lokið. Nýtt eldgos mun líklega hefjast og það er mikil hætta á því að slíkt eldgos verði undir jökli og muni valda jökulhlaupi og öskufalli. Engin eldgos hafa átt sér stað í öskju Bárðarbungu ennþá. Staðan á eldgosinu í Holuhrauni er svipuð og í gær held ég. Þar sem ekkert hefur sést til eldgossins í dag vegna veðurs þá er erfitt að vera viss um hvaða breytingar hafa átt sér nákvæmlega stað í Holuhrauni síðasta sólarhringinn.

Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja upp uppfærslu hingað til inn eins fljótt og hægt er.