Staðan í Bárðarbungu þann 22-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu hefur ekki breyst mikið frá því gær. Eldgosið í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær samkvæmt fréttum. Samkvæmt fréttum um eldgosið í Holuhrauni er ljóst að það er að draga rólega úr því og enn daginn mun það enda, en það er ekki víst hvenær það mun gerast. Virkni í Bárðarbungu sjálfri er hinsvegar langt frá því að vera búinn og býst við að nýtt eldgos geti hafist án nokkurs fyrirvara. Það hefur ekki orðið mikil breyting á þenslu í kvikuinnskotinu samkvæmt GPS mælingum sem hægt er að skoða hérna.

141022_2125
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna þess hversu mikil jarðskjálftavirkni er í Bárðarbungu þá þýðir ekki fyrir mig að nefna stærstu jarðskjálftana. Jarðskjálftar með stærðina 3,0 – 4,9 verða á eins til tveggja tíma á fresti. Jarðskjálftar sem eru stærri en 5,0 verða á 20 til 30 klukkutíma fresti. Þeir sem vilja athuga stærðir jarðskjálfta í Bárðarbungu geta gert það á vefsíðu Veðurstofunnar hérna. Stórir jarðskjálftar koma einnig fram á jarðskjálftamælunum mínum og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Fréttir af Bárðarbungu í dag

„Þetta hætt­ir einn góðan veður­dag“ (mbl.is)
Gæti numið 25 þúsund rúmmetrum á sekúndu (Rúv.is)

Annað: Þar sem litlar breytingar eru á eldgosinu í Bárðarbungu dags daglega. Þá ætla ég að draga úr skrifum frá og með næsta Mánudegi. Þannig að ég mun skrifa á Mánudegi, Miðvikudegi og síðan á Föstudegi. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.