Staðan í Bárðarbungu þann 21-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 21-Október-2014.

Stærstu jarðskjálftarnir í höfðu stærðina 5,3 og 4,7 aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í dag voru minni, en talverður fjöldi af jarðskjálftum með stærðina 3,0 og 4,0 hefur átt sér stað í dag. Stærsti jarðskjálftinn í dag var einnig með dýpið 15,6 km og það bendir til þess að eitthvað sé að gerast innan í Bárðarbungu, það er þó ekki ljóst hvað það er á þessari stundu.

141017_2100
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast í dag í kvikuinnskotinu frá Bárðarbungu og það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan kvikuinnskotsins sem núna gýs úr í Holuhrauni. Stærð hraunsins í Holuhrauni er samkvæmt síðustu mælingu orðin rúmlega 60,4 ferkílómetrar. Magn hrauns þarna getur verið þar sem þykktin er í kringum 10 til 30 metrar, jafnvel meira á svæðum. Eftir því sem ég kemst næst, þá er ekkert meira að frétta af eldgosinu í Bárðarbungu í dag.