Hérna er yfirlit yfir virknina í Bárðarbungu um helgina.
Virknin í Bárðarbungu helgina 18 – 19 Október
Stærstu jarðskjálftar helgarinnar voru með stærðina 5,4 og 5,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni. Eldgosið í Holuhrauni hélt áfram eins og það hefur gert undanfarið. Þetta er núna orðið stærsta eldgos á Íslandi síðustu 200 árin samkvæmt jarðvísindamönnum. Annað en þetta, þá var engin sérstök breyting á virkninni í Holuhrauni.
Virknin í Bárðarbungu Mánudaginn 20-Október-2014
Það hefur talverð jarðskjálftavirkni verið í dag (20-Október) en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 5,0 og annar stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,8. Aðrir jarðskjálftar voru minni en talsvert var um jarðskjálfta með stærðina 3,0 og 4,0 í dag. Aukin jarðskjálftavirkni var einnig í kvikuinnskotinu sem gýs úr núna í Holuhrauni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðust 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Hraunið í Holuhrauni heldur áfram að stækka og er núna í kringum 61 ferkílómetri samkvæmt jarðvísindamönnum. Þann 16-Október þá voru komnir tveir mánuðir síðan virknin í hófst í Bárðarbungu og fyrsta eldgosið sem átti sér stað varð þann 23-Ágúst, en það eldgos varð undir jökli og varði aðeins í nokkrar klukkustundir. Að öðru leiti er staðan óbreytt samkvæmt síðustu fréttum.