Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (3-Mars-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

150303_1515
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðustu nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru á miklu dýpi og varð dýpsti jarðskjálftinn á 16,0 km dýpi. Það bendir til þess að kvikuhreyfingar hafi verið að valda þessum jarðskjálftum. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi á þessu svæði. Sjávardýpi á þessu svæði er frá 400 – 1000 metrum. Það þýðir að ef þarna verður eldgos þá mun lítið sjást á yfirborði sjávar, eða alls ekki neitt ef eldgos yrði á miklu dýpi.