Eldgosinu í Holuhrauni lokið

Eldgosinu í Holuhrauni lauk í gær (27-Febrúar-2015) samkvæmt Veðurstofu Íslands. Núverandi viðvörunarstig á Bárðarbungu er gult. Þó að eldgosinu sé lokið þá er svæðið ennþá lokað fyrir almennri umferð vegna hættu á nýjum eldgosinum á svæðinu, bæði innan eða utan jökuls. Það er ennfremur ekki almennilega vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er einnig mikið gas útstreymi úr gígnum í Holuhrauni og þetta gas er baneitrað.

150228_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað mun gerast næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er mikil hætta á því að nýtt eldgos muni hefjast í Bárðarbungu, hvort að það verður undir jökli eða utan jökuls er ekki vitað. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað. Ég hef ekki nýjar upplýsingar um stöðu sigs í Bárðarbungu á þessari stundu. Það gætu einnig litið dagar til mánuðir þangað til næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Á þessari stundu er hinsvegar ljóst að núna verður hlé á virkni í Bárðarbungu (að minnsta kosti er hægt að vonast eftir því) og í Holuhrauni. Gígurinn og hraunið er núna mjög heitt og mun verða mjög heitt (~800 gráður) í mörg ár (5 ár?).

Þar sem eldgosinu í Holuhrauni er lokið þá mun ég ekki skrifa neina uppfærslu næsta miðvikudag. Næsta uppfærsla um Bárðarbungu verður þegar eitthvað fer að gerast.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hérna er tilkynning Veðurstofunnar um goslok í Holuhrauni.
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið (Veðurstofa Íslands)

Grein uppfærð klukkan 17:01.