Í dag (27-Febrúar-2015) var ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni. Eldgosinu er ekki opinberlega lokið en þetta virðist vera lok eldgossins í Holuhrauni og Bárðarbungu. Það virðist vera sem að talsvert gasstreymi sé ennþá frá gígnum í Holuhrauni, væntanlega mun draga úr því á næstu vikum og mánuðum.
Hægt er að sjá nýtt myndband af gígnum í Holuhrauni hérna.
Ekki glóð í gígnum í Holuhrauni – Myndband (Rúv.is)
Það er ekki vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu og hvenær það gerist en fylgst verður með stöðu mála og séð hvernig þróunin verður. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.