Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 25-Febrúar-2015

Það er ekki mikið um nýjar upplýsingar um stöðu eldgossins í Holuhrauni þessa stundina vegna slæms veðurs undanfarna daga. Jarðskjálfavirkni heldur áfram í Bárðarbungu eins og undanfarnar vikur, dregið hefur úr virkninni undanfarið og síðustu daga hefur enginn jarðskjálfti stærri en 3,0 mælst.

150225_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Engir jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á þessum tíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu, en mun minni en hefur verið undanfarna mánuði. Sig Bárðarbungu er ekki hætt, en dregið hefur mjög mikið úr því síðustu vikur. Það er ennþá jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu sem bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Það eitt og sér mun ekki duga að koma af stað nýju eldgosi.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram, þó svo að núna sé eldgosið mjög lítið. Sá gígur sem er núna að gjósa er að hlaða upp nýjum gíg, inni í stóra gígnum. Eldgosið gæti haldið áfram með þessum hætti í margar vikur eða mánuði. Vegna veðurs er núverandi staða eldgosins ekki þekkt eins og stendur.

Vegna þess hversu slæmt veðrið er þá má búast við því að jarðskjálftamælanir mínir detti út vegna rafmagnsleysis eða annara vandamála sem tengjast veðrinu.