Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina er svo langt frá landi að þetta er á því svæði þar sem Reykjaneshryggurinn endar og norður-atlanshafshryggurinn tekur við. Það er nærri því vonlaust að komast að því hvað er að gerast á þessu svæði núna, hinsvegar benda gögnin til þess að þarna sé hugsanlega eldgos í gangi og líklega sé þetta stórt eldgos. Ég vill ekki giska á hversu stórt þetta eldgos gæti verið, þar sem ekki er hægt að staðfesta neitt án frekari gagna.

Jarðskjálftavirknin hefur verið áhugaverð, stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar). Stærðir annara jarðskjálfta hafa verið, jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar).

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi, þar sem að fjarlægðin er hinsvegar ~1100 km frá landi þá er ekki hægt að segja til nákvæmlega hvað er að gera á þessu svæði. Hafsvæðið þarna er rúmlega 4 km djúpt og því mun þessi virkni ekki sjást á yfirborði sjávar ef þarna er eldgos í gangi. Þarna eiga sér einnig stað margir litlir jarðskjálftar sem mælast ekki vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti.

Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Í dag (15-Júní-2016) klukkan 12:51 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 á Reykjaneshrygg.

160615_1515
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðeins einn jarðskjálfti átti sér stað og ekki hefur orðið vart við neina aðra jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það eru góðar líkur á því að ekki verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði að sinni.

Tvær litlar jarðskjálftahrinur í dag á Reykjaneshrygg og Tjörnesbrotabeltinu

Nýja árið (2016) byrjar með tveim litlum jarðskjálftahrinum á Íslandi. Báðar jarðskjálftahrinur voru litlar, bæði í fjölda jarðskjálfta og stærð jarðskjálfta.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg hófst klukkan 09:08 og var lokið klukkan 11:24. Ég tel að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að hún hafi stoppað í augnablikinu. Það er mjög erfitt að vita fyrir víst hvenær jarðskjálftahrinu er lokið og hvenær ekki á Reykjaneshryggnum, þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög flóknar og stundum hefjast stærri jarðskjálftahrinur þarna í kjölfarið á litlum jarðskjálftahrinum.

160103_1545
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,1. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem gaus síðast árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program. Ég tel hinsvegar líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni, heldur sé þarna um að ræða hefðbundna rek-jarðskjálfta sem verða mjög oft á Reykjaneshrygg.

Tjörnesbrotabeltið

Seinni jarðskjálftahrinan sem átti sér stað í dag varð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að styrkleika og stærð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög djúp og varð dýpsti jarðskjálftinn á 21,9 km dýpi (ef jarðskjálftinn varð almennilega staðsettur). Þetta bendir til þess að kvika hafi verið hérna að verki. Þessi jarðskjálftahrina varð í eldstöð sem síðast gaus árið 1868 eftir því sem best er vitað. Það eru tvær eldstöðvar á þessu svæði og það er ekki vitað almennilega hvort þessara eldstöðva gaus árið 1868.

160103_1640
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálatahrinan er ennþá í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Það er stór spurning hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun aukast eða minnka. Ef jarðskjálftahrinan eykst þá er stór spurning hvort að jarðskjálftavirknin þarna mun hafa áhrif á nærliggjandi misgengi og koma af stað jarðskjálftahrinum í þeim. Eins og staðan þá hefur það ekki gerst en það er mjög erfitt að vita hvora leiðina þetta muna fara.

Yfirlit yfir virkni á Íslandi í viku 41

Vika 41 var mjög róleg á Íslandi miðað við síðustu tvær vikur á Íslandi. Hérna er yfirlit yfir það sem var að gerast á Íslandi.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið á suðurlandsbrotabeltinu síðustu viku og undanfarnar vikur. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hefur komið fram hafa verið stórir og flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru minni en 1,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 2,5.

151011_1755
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Það er rólegt í Bárðarbungu að mestu leiti þessa dagana. Jarðskjálftahrinur eiga sér ennþá stað á þessum sömu stöðum og hafa verið virkir undanfarnar vikur. Áhugaverðasti jarðskjálftinn í þessari viku varð í Trölladyngju, stærð þessa jarðskjálfta var eingöngu 0,7 en dýpið var 26,2 km.

151008_2140
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið

Í vikunni hefur verið jarðskjálftavirkni í Herðbreið. Þarna hafa ekki orðið neinir stórir jarðskjálftar ennþá, þarna geta hinsvegar orðið jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

151011_1815
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið og Herðubreiðarfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað djúpt á Reykjaneshrygg þessa vikuna. Þessi jarðskjálfti fannst ekki enda langt frá landi og hugsanlega urðu tveir jarðskjálftar á þessu svæði án þess að þeir mældust. Jarðskjálftamælirinn minn sýnir tvo jarðskjálfta með klukkutíma millibili á svipðum tíma og þessi jarðskjálfti átti sér stað.

151008_2040
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér einnig stað rúmlega 200 km frá strönd Reykjanesskaga eða rúmlega 154 km suður af Eldeyjarboða. Staðsetning þess jarðskjálfta var léleg vegna fjarlægðar frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (21-September-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið var með stærðina 3,5 og aðrir jarðskjálftar sem þarna hafa orðið verið minni að stærð.

150921_2325
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist þarna, þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að deyja út hægt og rólega. Þær geta þó aukist einnig á jafn einfaldlegan hátt. Það er vonlaust að vita hvort gerist þarna.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (10-September-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.

150911_2045
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á Reykjaneshrygg hefjast stundum rólega. Það er því hætta á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni fljótlega.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (01-Ágúst-2015) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð langt útaf ströndinni og næstu byggð. Vegna þessa þá sást jarðskjálftahrinan eingöngu á jarðskjálftamælum. Jarðskjálftahrinunni virðist vera lokið núna. Jarðskjálftahrinan gæti þó ennþá verið í gangi en vegna fjarlægðingar þá sjást eingöngu stærstu jarðskjálftarnir á mælum Veðurstofu Íslands.

150802_1405
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3 og voru aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu minni. Það er góður möguleiki á því að þarna sé eldstöð en vegna dýpi sjávar á þessu svæði þá mundi eldgos, ef þarna yrði eitt, ekki sjást á yfirborði sjávar. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 1 – 3 km.

Jarðskjálftamælir í Böðvarshólum: Ég hef ræst aftur jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum þar sem ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur.
Jarðskjálftamælir á Sauðárkróki: Ég mun hugsanlega fara í skóla á Sauðárkróki í Ágúst. Ef að ég kemst inn þá mun ég setja upp tímabundinn jarðskjálftamæli þar á meðan ég verð í skólanum.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.

Annað: Ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur vegna nýlegra lagabreytinga sem hafa átt sér stað innan Danmerkur og Evrópusambandsins. Þessar lagabreytingar gera fólki sem er á örorkubótum mjög erfitt fyrir að flytja á milli landa. Ég mun því taka upp varanlega búsetu á Íslandi að nýju.

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 7-Júlí-2015

Þann 7-Júlí-2015 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru smærri. Á þessari stundu virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

150708_2315
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 7-Júlí-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að frekari jarðskjálfta sé að vænta á þessu svæði fljótlega. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slík jarðskjálftahrina færi af stað.

Staðan á Reykjaneshrygg, áframhaldi jarðskjálftavirkni, hætta á eldgosi

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjaneshrygg í dag (01-Júlí-2015) og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 5,0 (upplýsingar frá EMSC er að finna hérna). Jarðskjálftinn sem var næst stærstur var með stærðina 4,8, aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Samtals hafa orðið 35 jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri þegar þetta er skrifað. Samtals hafa orðið 504 jarðskjálftar síðan jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg.

150701_2215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150701_2215_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt. Þó er farið að draga úr henni núna. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin kemur núna fram í hviðum sem vara í nokkra klukkutíma en liggja svo niðri í 2 – 4 klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst á ný. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin hagar sér með þessum hætti. Eins og stendur þá er að draga úr jarðskjálftavirkninni en líklegt er að jarðskjálftavirknin aukist aftur á mikillar viðvörunar.

Gult viðvörunarstig vegna hugsanlegs eldgoss

Búið er að hækka viðvörunarstigið fyrir Geirfugladrang og Geirfuglasker upp í gult vegna hættu á eldgosi á þessu svæði. Þessi breyting varð á þeim tíma sem ég var í vinnunni og því gat ég ekki skrifað strax um það. Gul viðvörun þýðir að hætta er á eldgosi á við Eldey, síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1879 samkvæmt upplýsingum sem ég hef safnað og er hægt að lesa hérna (á ensku).

volcano_status.svd.01.07.2015.at.22.24.utc
Gul viðvörun við Eldey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hverjar líkunar eru á eldgosi á þessu svæði ennþá. Ég vonast til þess að það komi betur í ljós á næstu 24 til 48 klukkutímum.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í kvöld (30-Júní-2015) um klukkan 21:00 hófst kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn hingað til hafði stærðina 4,2 en sá jarðskjálfti hefur ekki verið yfirfarinn eins og stendur og því mun stærð hans breytast við yfirferð.

150630_2240
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Það er ekki búið að yfirfara þessa jarðskjálftavirkni hjá Veðurstofunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150630_2240_trace
Jarðskjálftahrinan er mjög öflug eins og sést á þessum upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð hérna.