Í gær (01-Ágúst-2015) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð langt útaf ströndinni og næstu byggð. Vegna þessa þá sást jarðskjálftahrinan eingöngu á jarðskjálftamælum. Jarðskjálftahrinunni virðist vera lokið núna. Jarðskjálftahrinan gæti þó ennþá verið í gangi en vegna fjarlægðingar þá sjást eingöngu stærstu jarðskjálftarnir á mælum Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3 og voru aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu minni. Það er góður möguleiki á því að þarna sé eldstöð en vegna dýpi sjávar á þessu svæði þá mundi eldgos, ef þarna yrði eitt, ekki sjást á yfirborði sjávar. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 1 – 3 km.
Jarðskjálftamælir í Böðvarshólum: Ég hef ræst aftur jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum þar sem ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur.
Jarðskjálftamælir á Sauðárkróki: Ég mun hugsanlega fara í skóla á Sauðárkróki í Ágúst. Ef að ég kemst inn þá mun ég setja upp tímabundinn jarðskjálftamæli þar á meðan ég verð í skólanum.
Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.
Annað: Ég mun ekki flytja aftur til Danmerkur vegna nýlegra lagabreytinga sem hafa átt sér stað innan Danmerkur og Evrópusambandsins. Þessar lagabreytingar gera fólki sem er á örorkubótum mjög erfitt fyrir að flytja á milli landa. Ég mun því taka upp varanlega búsetu á Íslandi að nýju.