Áhugaverð jarðskjálftavirkni í suðurenda kötluöskjunnar

Það hefur áhugaverð jarðskjálftavirkni átt sér stað við suðurenda kötluöskjunnar undanfarið (eldstöðin Katla upplýsingar á ensku). Þessi jarðskjálftahrina er á svæði sem byrjaði að verða virkt eftir minniháttar eldgosið í Kötlu í Júlí 2011. Hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni er ekki alveg vitað ennþá. Helsta tilgátan er sú að þarna sé um að ræða kvikuinnskot sem hafi náð þarna upp á grunnt dýpi. Eins og er það þó ósannað eins og er.

130302_1905
Jarðskjálftavirknin í suðurenda kötluöskjunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftanir sem þarna hafa átt sér stað eru mjög litlir. Stærðin er í kringum 0,0 til 0,5 í mesta lagi. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 1 km til 0,1 km (100 metrar). Þannig að ljóst er að hvað sem er í jarðskorpunni á þessu svæði er komið mjög grunnt upp. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað muni gerast á þessu svæði á næstunni. Eldfjöll eru til alls líkleg og það er vonlaust að spá til um hegðun þeirra í flestum tilfellum til lengri tíma. Hinsvegar er líklegt að þetta sé merki um að meiri virkni muni líklega hefjast í Kötlu fljótlega (miðað við eldri gögn). Þó er vonlaust að segja til um það með einhverri vissu á þessari stundu. Þar sem það er alveg eins líklegt að ekkert gerist í Kötlu. Enda er engin vissa um það hvað muni gerast í Kötlu þótt þarna sé einhver smá virkni að eiga sér stað núna.