Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í morgun (26.03.2013) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 2,5. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 var á dýpinu 20,4 km.

130326_1410
Jarðskjálftanir í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öskju er hluti af ferli sem hófst árið 2010. Þetta ferli hefur hingað til ekki komið af stað eldgosi eða slíkum atburðum. Þó er þetta vísbending um það að Askja sé farin að hita upp. Hinsvegar hafa orðið breytingar í Öskju. Svo sem íslaust öskjuvatn veturinn 2012 og auking í jarðhita. Ástæður þess að öskjuvatn var íslaust veturinn 2012 eru mér ekki kunnar ennþá.

Óvissustigi lýst yfir vegna Heklu

Almannavarnir eru búnar að lýsa yfir óvissustigi vegna eldstöðvarinnar Heklu. Þetta óvissustig kemur til vegna jarðskjálfta í Heklu (sjá eldri umfjallanir um þá jarðskjálfta hjá mér). Þessi jarðskjálftar eru mjög óvenjulegir fyrir eldstöðina Heklu. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 11 til 12 km. Fólki er ráðlagt að forðast það að fara upp á Heklu á meðan þetta óvissustig er í gildi. Þá sérstaklega vegna þess að ef eldgos hefst í eldstöðinni. Þá mun fólki ekki gefast tíma til þess að forða sér ofan af eldstöðinni áður en eldgosið nær þeim (öskuskýið ef eitthvað er).

Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála á Heklu eftir þörfum ef til þess kemur. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu á jarðskjálftamæli sem ég er með nærri Heklu hérna. Þessi mælir er staðsettur rúmlega 16 km frá Heklu. Athugið að vindur og annar hávaði er mjög mikill á mælinum um þessar mundir. Vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á Heklu er hægt að finna hérna. Uppfærsla 1: Hérna er vefmyndavél þar sem hægt er að horfa beint á Heklu.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:28 UTC þann 26.03.2013.