Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.