Jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul

Í dag klukkan 17:24 varð jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul. Þessi jarðskjálfti er líklega brotaskjálfti sem þarna eiga sér oft stað. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna eigi sér stað jarðskjálftar sem eru undanfari eldgos. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og hefur eitthvað dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á. Nokkrir forskjálftar voru fyrir stærsta jarðskjálftan. Þeir voru með stærðina 2,1 til 2,8. Þessir jarðskjáfltar komu fram á jarðskjálftamælum sem ég er. Hægt er að skoða mælingar þeirra hérna á vefsíðu sem ég er með.

130329_2145
Jarðskjálftahrinan í Langjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu klukkutímum. Það er ekki neitt sem bendir til annars. Ef þessi jarðskjálftahrina tekur sig upp. Þá mun ég bara skrifa um það hérna eins fljótt og hægt er. Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði á Íslandi. Þó svo að þarna verði ekkert mjög oft jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.

Jarðskjálftar fyrir norðan Kolbeinsey

Í dag klukkan 17:32 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 fyrir norðan Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er umtalsvert langt frá landi og því er erfitt að segja til um það hvar er í gangi þarna. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu þessum jarðskjálfta og komu vel fram á jarðskjálftamælinum mínum fyrir norðan. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna. Hægt er að frá frekari upplýsingar um jarðskjálftan á vefsíðu EMSC hérna.

310421.regional.svd.29.03.2013.m4.4
Kort EMSC sýnir ágætlega hvar jarðskjálftinn átti upptök sín. Það er ekki útlokað að í þessu korti sé að finna skekkju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Veðurstofa Íslands mældi einnig þessa jarðskjálftahrinu. Þó er erfitt að staðsetja hana nákvæmlega vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Slíkt gerir erfiðara að staðsetja jarðskjálftana og ákvarða dýpi þeirra.

130329_2050
Jarðskjálftanir fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er að gerast þarna vegna fjarlægðar frá landi. Eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina. Ef þarna verður eldgos. Þá mun enginn taka eftir því. Þar sem dýpið þarna er í kringum 3 til 4 km þar sem dýpst er. Af þeim sökum mun líklega ekkert sjást á yfirborði sjávar ef þarna fer að gjósa þarna.