Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag klukkan 05:25 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Jarðskjálftanir eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálfti dagins náði stærðinni 2,8. Engir stærri jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

130331_1945
Jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og því er þetta ekki óvanaleg virkni. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinni eldgosavirkni eða eldfjalli svo að ég viti til. Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja inn bloggfærslu um það eins fljótt og hægt er.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.