Upptök jökulflóðsins frá Hofsjökli í ágúst fundin

Í Ágúst-2013 átti sér stað jökulflóð frá Hofsjökli. Hingað til hafa upptök þessa jökulflóðs ekki fundist. Upptök þessa jökulflóðs fundist hinsvegar á gervihnattamynd frá NASA/USGS í September-2013 og núna fyrir nokkrum dögum síðan voru upptök þessa jökulflóðs staðfest af vísindamönnum Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Upptök þessa jökulflóðs voru nýr sigketill í Hofsjökli, þessi sigketill er rúmlega 700 metra langur og 30 – 50 metra djúpur.

hofsjokull_24sept2013
Hofsjökull og ketillinn í jöklinum, staðsetning sigketilsins er ~64°49,5‘N; 18°52‘V. Mynd er frá NASA/USGS/Veðurstofu Íslands/Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Yfirborð jökulsins er mikið sprungið á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er ekki vitað um ástæður þess að þarna myndaðist háhitasvæði í Hofsjökli. Ekki hafa komið fram nein merki þess að þarna hafi eldgos átt sér stað. Hvorki fyrir eða eftir jökulhlaupið úr Hofsjökli. Stærð sigketilsins er 106 m3 samkvæmt Veðurstofu Íslands eða um ein milljón rúmmetra. Óljóst er hvort að fleiri jökulflóð muni koma úr þessum sigketli í framtíðinni.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hlaup úr Hofsjökli í ágúst 2013 (vedur.is)

Fréttir af þessu

Fundu sigketil á Hofsjökli (mbl.is)
Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,2 og dýpið var 0,4 km. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og boða líklega ekkert sérstakt.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli (norðan Mýrdalsjökuls). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað á þessu svæði næstu daga og vikur. Það er ólíklegt að sú virkni muni verða stærri en sú jarðskjálftahrina sem átti sér stað í dag.

Jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálftinn náði stærðinni 2,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,0 og á dýpinu 4,3 km. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Eyjafjallajökli, og það hafa heldur ekki komið fram nein merki þess að ný kvika sé farin að streyma inn í Eyjafjallajökul. Hugsanlegt er að þetta sé gömul kvika sem er á ferðinni hérna, það er þó erfitt að vera viss um það eins og er. Ef þetta er gömul kvika og ef þetta nær upp á yfirborðið þá verða í mesta lagi sprengingar. Það er hinsvegar ekkert víst að slíkt muni gerast og ekkert bendir til þess eins og er að slíkt sé að fara gerast.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þess að svona litlir jarðskjálftar mælast núna í Eyjafjallajökli er sú að SIL mælanetið er orðið mun þéttara í kringum Eyjafjallajökli en var fyrir eldgosið árið 2010. Það þýðir að mun minni jarðskjálftar eru að mælast núna en árið 2010. Á þessari stundu eru þetta ekkert nema jarðskjálftar og ég reikna ekki með neinum frekari atburðum í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef frekari breytingar verða á Eyjafjallajökli á næstunni.

Eldgosið árið 2010.
Eldgosið árið 1821 – 1823.