Lítið eldgos staðfest í Bárðarbungu

Nýjar upplýsingar. Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótt.

Lítið eldgos er hafið í Bárðarbungu samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sem stendur er þetta eldgos undir jökli og er lítið.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála um leið og ég hef þær.

Hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu

Þetta hérna eru fyrstu upplýsingar og gætu verið rangar! Eldgos gæti ekki verið að hefjast og þetta gæti allt eins verið breytingar á óróa vegna kviku neðanjarðar. Það er ekki hægt að vera viss fyrr en búið er að staðfesta eldgos með öðrum leiðum.

Það virðist sem að eldgos sé líklega að hefjast í Bárðarbungu. Óróinn er farinn að stíga mjög mikið þessa stundina eins og sést á umræddum SIL stöðvum Veðurstofunnar.

dyn.svd.23.08.2014.at.11.09.utc
Óróinn á Dyngjuhálsi SIL stöðinni klukkan 11:09. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn á Kreppuhraun SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn kemur einnig vel fram á Mókollum SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast núna. Ekkert hefur verið staðfest ennþá þegar þetta er skrifað. Það er möguleiki á því að það sé ekki eldgos að hefjast í Bárðarbungu þessa stundina, það gæti þó breyst án fyrirvara hvenær sem er.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:23

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Bárðarbungu. Ég er ennþá veikur en ég geri mitt besta.

Styrkir: Fólk getur styrkt mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar hvernig hægt er að gera það er að finna hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að versla í gegnum Amazon eða með því að nota PayPal takkann sem er hérna.

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.

Hérna eru nokkrir stuttir punktar um stöðu mála í Bárðarbungu.

  • Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í dag (22-Ágúst-2014) miðað við það sem var í gær (21-Ágúst-2014).
  • Kvikuinnskotið hefur haldið áfram að stækka í dag á 5 til 10 km dýpi. Það virðist ekki hafa hægt á sér eða dregið úr því eins og stendur. Það bendir einnig ýmislegt til þess að kvikunnskotið verði fyrir minna viðnámi í jarðskorpunni, það hefur þýtt færri jarðskjálfta í dag. Kvikuinnskotið er talið vera í kringum 25 km langt í dag og dýpið er 5 til 10 km.
  • Askja Bárðarbungu hefur gefið aðeins eftir þar sem þrýstingslækkun hefur átt sér stað innan kvikuhólfs Bárðarbungu, þar sem mikil kvika hefur farið í kvikuinnskotið enda er núna áætlað að rúmlega 200 milljón m³ rúmmetrar af kviku hafi farið í kvikuinnskotið.
  • Samkvæmt frétt Rúv þá er þenslan í dag orðin 20 sm og er þetta byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
  • Síðan þessi virkni hófst í Bárðarbungu hafa rúmlega 5000 jarðskjálftar mælst í Bárðarbungu síðan þessi hrina hófst þann 16-Ágúst-2014.

Það er einnig ýmislegt sem bendir þess að þessi virkni í Bárðarbungu gæti verið upphafið af nýju tímabili eldgosa í Bárðarbungu. Upp er komin sú hugmynd að það sem er að gerast í Bárðarbungu er eitthvað svipað og það sem gerðist í Kröflu (upplýsingar um eldgos í Kröflu er að finna hérna) þegar eldgos áttu sér stað þar. Það á eftir að koma í ljós hvort að þessi hugmynd um eldgos í Bárðarbungu og hugsanleg líkindi við eldgos í Kröflu standist.

140822_1900
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140822_1900_trace
Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni síðust 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.22.08.2014.at.20.26.utc
Órói er ennþá mjög mikill þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkinni í dag. Þessi mikli órói tengist væntanlega því kvikuinnstreymi sem á sér núna stað inn í kvikuinnskotið á 5 til 10 km dýpi. Þessi órói virðist ekki tengjast jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (að einhverju leiti). Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.22.08.2014.at.20.19.utc
GPS gögn sýna vel færsluna sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Þensla til norðurs hefur minnkað en þensla til vesturs heldur áfram óbreytt eins og er. Frekari GPS gögn er að finna hérna (á ensku). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

140821.234945.hkbz.psn.2
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 4,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140821.234948.bhrz.psn.2
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 4,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til hafði stærðina 4,7 (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Sá jarðskjálfti varð í gær (21-Ágúst-2014). Í dag varð síðan jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar hérna). Þessir jarðskjálftar eiga sér stað vegna lækkunar öskjunnar í Bárðarbungu eins og er útskýrt hérna að ofan. Ef að kvikuinnskotið, þá er hætta á því að jarðskjálftavirkni haldi áfram að aukast. Það er ekki vitað hvort að einhver kvika er að koma af dýpi inn í Bárðarbungu (möttlinum) þar sem engir djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

Færsla uppfærð klukkan 23:29.