Viðvörunarstig Bárðarbungu hækkað

Hérna er stutt yfirlit um stöðu mála í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar munu úreldast mjög fljótt þar sem aðstæður breytast mjög hratt í Bárðarbungu.

Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig fyrir flugumferð í Appelsínugult (sjá hérna). GPS mælingar hafa staðfest að kvika er á ferðinni í Bárðarbungu og er þenslan bæði mikil og hröð þessa stundina.

DYNC_rap.svd.18.08.2014.at.15.13.utc.raunvis.hi.is
GPS mæligögn frá Háskóla Íslands. Þessi mæligögn sýna mikla hreyfingu á GPS mælingum síðustu daga. Frekari GPS gögn er að finna hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið svipuð í dag og í gær. Það eru smá sveiflur í virkninni en yfir heildina þá er jarðskjálftavirknin mjög stöðug.

140818_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Tromlurit Veðurstofunnar sýnir einnig áhugaverðan atburð klukkan 11:00 þar sem kemur fjöldi af litlum jarðskjálftum, og í kjölfarið jókst óróinn frá Bárðarbungu. Þetta er SIL stöðinn í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IDYN.svd.18.08.2014.at14.46.utc
Sama sést á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IKRE.svd.18.08.2014.at.14.48.utc
Þetta sést einnig mjög vel á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög stöðug í dag og hefur lítið breyst frá því í gær, gæti jafnvel verið örlítið hærri.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að færast norð-austur síðustu klukkutímana. Jarðskjálftavirknin sem er við Dyngjuháls virðist verið stöðug í augnablikinu. Það virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni í öðrum hlutum Bárðarbungu eins og staðan er núna. Það gæti breyst án viðvörunar.

140818_1440_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög stöðug í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn sem hefur verið í Bárðarbungu síðan þetta hófst er stöðugur eins og hefur verið raunin síðan þessi atburðarrás hófst. Það koma fram smá sveiflur í takt við það þegar dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

dyn.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Óróinn á SIL stöðinni við Dyngjuháls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.18.08.2014.at.14.47.utc
Óróinn við Kreppuhraun SIL stöðinni. Þar sést einnig að óróinn er að aukast síðasta klukkutímann. Ástæður þess eru ókunnar eins og er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Vonaskarð SIL stöðinn sýnir einnig þennan aukna óróa. Á Vonaskarð er svipað og sést á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki afhverju óróinn er eins og hann er núna. Sérstaklega þar sem eldgos er ekki hafið þegar þetta er skrifað (eftir því sem ég best veit). Þetta gæti stafað af breytingum á háhitasvæðum sem eru þarna undir jöklinum, eða þarna er einhver önnur ástæða að verki sem ég veit ekki hver er.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Kverkfjöllum

Í dag (17-Ágúst-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 og 9,5 km dýpi í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kverkfjöllum og tengist hugsanlega þeirri virkni sem núna á sér stað í Bárðarbungu.

140817_2155
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum auk jarðskjálftanna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti fannst af ferðamönnum og skálavörðum nærri Kverkfjöllum þegar hann átti sér stað. Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað í Kverkfjöllum þó svo að mikil læti séu til staðar í Bárðarbungu eins og er. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kverkfjöllum, þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt þar sem um er að ræða virka eldstöð.