Staða mála í Bárðarbungu klukkan 14:14

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt. Þar sem atburðarrásin er mjög hröð í Bárðarbungu.

  • Það er mjög mikil jarðskjálftavirkni undir Dyngjujökli. Það eiga sér stað 3 til 5 jarðskjálftar á hverri sekúndu (besta mat sem ég hef).
  • Jarðskjálftar hafa stækkað.
  • Virkni virðist hafa aukist í Bárðarbungu. Þó hefur ekki neitt eldgos átt sér stað ennþá.
  • Það bendir ekkert til þess farið sé að draga úr þessari virkni.
  • Innskotið í Bárðarbungu lengist og breikkar. Það er núna í kringum 40 km langt (eftir því sem ég kemst næst). Hægt hefur á myndun þessa kvikuinnskots vegna þess að jarðskorpan sem það er fara í gengum er harðari en áður. Harðari jarðskorpa þýðir að fleiri og stærri jarðskjálftar koma fram þegar kvikuinnskotið brýtur bergið.

 

140824_1310
Það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eins og sjá má á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140824_1310_trace
Fjöldi jarðskjálfta sést mjög vel hérna. Það sést einnig að jarðskjálftavirknin er mjög þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.24.08.2014.at.13.24.utc
Óróinn er orðinn mjög mikill eins og sést á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Þessi stöð er næst kvikuinnskotinu í augnablikinu. Þetta er frá því í dag klukkan 13:24. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.24.08.2014.at.13.24.utc
Óróinn er einnig orðin mjög mikill á SIL stöðinni í Öskju eins og sést hérna. Þetta er frá því klukkan 13:24 í dag (24-Ágúst-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbeginman.svd.24.08.2014.at.11.32.utc
Núverandi lengd kvikuinnskotsins frá Bárðarbungu og undir Dyngjujökul. Þetta eru jarðskjálftarnir frá 16-Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn virðist aukast í hvert skipti sem kvikuinnflæðið eykst í kvikuinnskotið. Stórir jarðskjálftar eiga sér stað þegar megineldstöðin aðlagar sig að þessu kvikuflæði útúr henni. Það eru vísbendingar um það að þessi kvika komi af miklu dýpi í jarðskorpunni, en skortur á djúpum jarðskjálftum gera það erfitt að staðfesta þær hugmyndir.

140824.000915.hkbz.psn
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.000900.bhrz.psn
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.053313.hkbz.psn
Jarðskjálfti sem var með stærðina 5,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Ég nota gögn frá EMSC sem útskýrir aðra stærð sem er sýnd á myndinni. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.053300.bhrz.psn
Jarðskjálfti með stærðina 5,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Ég nota gögn frá EMSC sem útskýrir aðra stærð sem er sýnd á myndinni.Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Jarðskjálftahrinan er mjög þétt undir Dyngjujökli þessa stundina. Kvikuinnskotið er núna að hluta til á svæði sem er laust við allan jökul. Þannig að öll smágos sem hugsanlega verða þar munu sjást á yfirborðinu. Kvikuinnskotið virðist vera undir miklum þrýstingi, en ég veit ekki ennþá hvort að það mun leiða til eldgoss. Hinsvegar þykir mér það mjög líklegt miðað við stöðu mála eins og hún er í dag.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna. Vindur sést mjög vel á jarðskjálftamælunum ef hvasst er. Jarðskjálftar sem eru stærri en 3,5 sjást alltaf á jarðskjálftamælinum mínum í þeirri fjarlægð sem um er að ræða hérna.

Um litla eldgosið í Bárðarbungu (staða mála klukkan 23:45)

Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.

Eldgosið sem átti sér stað í dag (24-Ágúst-2014) í Bárðarbungu var mjög lítið. Þetta eldgos var svo lítið að það breytti ekki einu sinni yfirborði Vatnajökuls, en jökulinn þarna er í kringum 400 metra þykkur. Svona lítil eldgos eru ekki algeng á Íslandi samkvæmt sögunni. Þó svo að þau eigi sér einstaka sinnum stað.

140823_1940
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög mikil í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 4,5 samkvæmt upplýsingum frá EMSC. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni og hafa nokkrir atburðir komið fram í dag sem voru stærri en 3,0.

dyn.svd.23.08.2014.at.23.16.utc
Óróinn í Bárðarbungu hefur verið mjög mikill í dag. Óróinn sem kom fram vegna litla eldgossins í dag er öðruvísi sá órói sem rennsli kviku neðanjarðar sem kemur einnig fram á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.24.08.2014.at.23.25.utc
Óróinn sást einnig vel á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.23.08.2014.at.19.00.utc
Kvikuinnskotið í jarðskorpuna hefur valdið því að hún þenst út eins og þessi GPS gögn sýna. Hægt er að skoða fleiri GPS gögn hérna (á ensku). Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Núverandi GPS gögn sýna að færslan norður hefur hætt, í staðinn er þenslan vestur farin að aukast ennþá meira og er núna 2 til 3 sm á hverju degi. Kvikuinnskotið hefur einnig breytt um stefnu, það leitar núna meira í norður heldur en í norð-austur eins og áður var. Síðan virðist kvikuinnstreymi inn í þennan berggang (visindavefur.is) vera mjög stöðugt og vera að mestu leiti ennþá á 5 til 10 km dýpi. Það hefur ekki dregið úr þessu innstreymi kviku í dag.

Það virðist sem að þetta eldgos hafi verið svo lítið að ég er ekki viss um að það hafi varað í klukkutíma. Þar sem þetta hinsvegar á sér stað undir 400 metrum af jökli þá eru þetta aðalega ágiskanir hjá mér, þar sem ég hef eingöngu mæligögn til þess að nota til þess að sjá þetta eldgos. Ég er viss um að þetta er ekki síðasta litla eldgosið sem mun eiga sér stað þarna, og ég er alveg viss um að einhver af þessum smá eldgosum munu verða á svæði þar sem enginn jökull er til staðar.