Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 18:37

Þessar upplýsingar mun verða úreltar mjög fljótt.

Þetta er helgar uppfærsla hjá mér af stöðu mála í Öskju og Bárðarbungu. Það er því ekki víst að ég hafi allar upplýsingar hérna inni um helgar.

Staðan í Öskju

  • Askja er ennþá á gulu viðvörunarstigi.
  • Kvikuinnskotið virðist hafa stoppað á leið sinni til Öskju. Afhverju það er ekki vitað eins og er.
  • Jarðskjálftavirkni virðist hafa minnkað í Öskju síðustu 24 klukkustundirnar.

Staðan í Bárðarbungu

  • Stærsti jarðskjáfltinn síðustu 24 klukkutímana varð klukkan 07:03 í morgun og var með stærðina 5,4. Jarðskjálftinn varð í suð-vestur hluta Bárðarbungu og kom vel fram á jarðskjálftamælunum mínum sem hægt er að skoða hérna.
  • Það hefur verið staðfest að eldgos átti sér stað þann 23-Ágúst. Eldgosið var tíu sinnum stærra en eldgosið í Holuhrauni, en varð undir 400 til 600 metra jökli og sást því ekki.
  • Flestir jarðskjálftarnir eiga sér núna stað á 15 km svæði í kvikuinnskotinu. Það svæði byrjar þar sem gaus í Holuhrauni og nær 15 km suður frá þeim stað. Kvikuinnskotið virðist ekki vera að færast norður þessa stundina.
  • Síðasta stóra eldgos varð í Bárðarbungu árið 1717. Samkvæmt Global Volcanism Program þá varð það eldgos með stærðina VEI 3.
  • Eldgos geta átt sér stað í hlíðum Bárðarbungu en einnig í öskjunni, þar sem rúmlega 800 metra þykkur jökull er til staðar (+- 100 metrar).
  • Jarðskjálftavirkni er stöðug, með rúmlega 1000 til 2000 jarðskjálfta á dag.

GPS gögn

Veðurstofan hefur gefið út GPS gögn og hægt er að skoða þau hérna.

Uppfærslur um helgar

Ég mun setja inn styttir uppfærslur um helgar þar sem ég þarf að taka mér smá frí um helgar. Ég hef núna verið að skrifa um stöðu mála í Bárðarbungu síðustu tvær vikur. Þannig að uppfærslur um helgar verða styttri með færri atriðum en uppfærslur sem eru skrifaðar Mánudaga til Föstudaga. Ef eldgos verður þá mun ég skrifa um það um leið og ég frétti af því, og ég mun setja inn frekar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað frekar um hvað er að gerast.

Grein uppfærð klukkan 19:02.
Upplýsingar um staðsetningu jarðskjálftavirkninnar í kvikuinnskotinu voru leiðréttar.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 00:15

Þessar upplýsingar munu verða úreldar mjög fljótt.

Staðan í Öskju

Staðan í Öskju miðað við þær upplýsingar sem ég hef núna.

  • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu heldur áfram leið sinni inn í Öskju. Frá því í gær virðist það ekki hafa færst mikið samkvæmt síðustu upplýsingum sem ég hef (frá því í gær).
  • Jarðskjálftavirkni er að aukast í Bárðarbungu. Þetta er vegna kvikuinnskotsins frá Bárðarbungu.
  • Staða Öskju er ennþá á gulu stigi.

Staðan í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu miðað við síðustu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið er búið í bili. Það varði aðeins í 3 til 4 klukkutíma og var mjög lítið.
  • Það kom eingöngu hraun í þessu eldgosi, það var lítil til engin aska sem kom upp í þessu eldgosi.
  • Eldgosið átti sér stað á sprungu þar sem gaus síðast árið 1797 og myndaði Holuhraun. Eldgosið varð á gígaröð.
  • Gossprungan var 900 metra löng samkvæmt fréttum í dag (29-Ágúst-2014).
  • Jarðskjálftavirkni minnkaði á meðan eldgosið átti sér stað. Síðan að eldgosinu lauk þá hefur jarðskjálftavirkni aukist aftur. Þegar eldgosið náði hátindi sínum þá mældi ég hrinu af jarðskjálftum sem áttu sér stað á þeim stað þar sem eldgosið varð.
  • Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé eldgos í eiga sér stað í eldri gígaröð. Það er hugsanlegt að þetta sé hefðbundið fyrir þetta svæði.
  • Á meðan virknin er eins og hún er í Bárðarbungu, þá er hætta á svona eldgosum án mikils fyrirvara.
  • Stærstu jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,8, þriðji stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,1.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa yfir 1100 jarðskjálftar mælst í dag (29-Ágúst-2014) samkvæmt mínum jarðskjálftateljara.
  • Óróinn er á svipuðu stigi og hann hefur verið á síðan 16-Ágúst-2014.

Greining á eldgosinu

Eldgosið byrjaði um klukkan 00:02 þann 29-Ágúst-2014. Það sást fyrst á vefmyndavél Mílu og ég fæ fyrstu skilaboð um eldgosið á Facebook um klukkan 00:30. Samkvæmt fréttum Rúv og öðrum þá var toppur eldgossins um klukkan 01:20. Stærð þessa eldgos var minniháttar og olli ekki neinum breytingum á kvikuinnskotinu sem olli þessu eldgosi. Það er ekki hægt að útiloka frekari eldgos á þessu svæði í framtíðinni, að minnsta kosti á meðan ný kvika streymir inn í kvikuinnskotið. Eins og hefur verið nefnt áður, þá varð síðasta eldgos á þessari sprungu árið 1797.

Þetta er annað eldgosið í Bárðarbungu síðan 16-Ágúst-2014. Fyrsta eldgosið svo vitað sé átti sér stað þann 23-Ágúst-2014, en það varð undir jökli sem er allt að 600 metra þykkur og það var mjög erfitt að staðfesta það vegna þess. Af þessum sökum sást ekkert til þess. Þetta nýja tímabil virkni í Bárðarbungu mun hugsanlega endast í mörg, þess vegna er ég að undirbúa mig undir það að skrifa mjög mikið um Bárðarbungu á næstunni.

Ég mun láta vita af eldgosum eins fljótt og hægt er. Samkvæmt veðurspám þá verður leiðinlegt veður á næstunni á Íslandi. Því má reikna með að slæmt útsýni verði til Bárðarbungu næstu daga.

Hægt er að sjá myndir af nýju og gömlu gígaröðinni hérna.