Hugsanleg staðfesting á litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí-2011

Í Júlí-2011 varð smágos í Hamarinum (hluti af Bárðarbungu). Þetta eldgos varði ekki lengi, aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta litla eldgos olli hinsvegar flóði sem náði hámarkinu 2.200m³/sek og fór það í Hágöngulón og þar suður með. Engar skemmdir urðu vegna þessa jökulflóðs.

Í dag (05-Mars-2016) var Stöð 2 með litla frétt um þetta eldgos og að það hefði loksins verið staðfest en ég hef verið á þeirri skoðun í lengri tíma að þarna hafi orðið lítið eldgos. Jarðvísindamenn hafa verið á annari skoðun þangað til núna. Ég er á þeirri skoðun varðandi litla eldgosið sem átti sér stað í Júlí-2011 í Kötlu, þó er Magnús Tumi ennþá á þeirri skoðun að þar hafi bara jarðhiti verið á ferðinni.

Ég skrifaði um atburðina í Hamrinum á ensku jarðfræðinni vefsíðunni árið 2011.

New harmonic tremor detected. But it is not from Katla volcano
Glacier flood confirmed from Vatnajökull glacier, flood is from Hamarinn volcano (Loki-Fögrufjöll area)

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011

Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í dag (05-Mars-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður Kolbeinsey. Fjarlægðin frá Kolbeinsey er í kringum 190 km. Tveir stærstu jarðskjálftarnir mældust með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Vegna fjarlægðar er erfitt fyrir Veðurstofuna að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega, einnig sem að erfitt er fyrir þá að finna út nákvæma stærð þessara jarðskjálfta sem þarna urðu.

160305_1730
Jarðskjálftarnir urður þar sem grænu stjörnurnar eru. Þetta er aðeins besta staðsetning sem Veðurstofan fékk. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þarna sé eldfjall en það er ekki staðfest. Líklega varð þarna eldgos á árunum 1997 til 1998 en það hefur ekki fengist staðfest. Þessi eldstöð sem er hugsanlega þarna hefur ekkert nafn svo ég viti til.