Brennisteinslykt frá Kvíá sem kemur úr Öræfajökli

Í gær (16-Nóvember-2017) var tilkynnt um brennisteinslykt frá Kvíá sem kemur sem frá Öræfajökli. Þessi jökulá er í suðurhluta Öræfajökuls og er mjög stutt. Þessa stundina eru ekki neinar leiðnimælingar í jökulám frá Öræfajökli en það verður væntanlega bætt úr því núna í Nóvember eða eins fljótt og hægt er samkvæmt Veðurstofunni. Auk þess sem mælingar á gasi munu einnig hefjast á sama tíma samkvæmt fréttum fyrir nokkru síðan af stöðu mála í Öræfajökli.

Þessi breyting og opnun jarðhitasvæða í Öræfajökli benda til þess að kvika sé kominn mjög grunnt í eldstöðina og stendur þá líklega á 1 km dýpi eða minna. Síðustu daga hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli frá því sem áður var en fyrir nokkru síðan voru um og yfir 50 jarðskjálftar að mælast vikulega í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Öræfajökli en er þessa stundina miklu minni en það sem var fyrir nokkru síðan.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar af þessari framvindu eftir því sem ég læri meira.

Fréttir af þessari þróun

Brennisteinslykt við Öræfajökul (Rúv.is)
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá (Vísir.is)