Óvissustigi lýst yfir og flugkóði breytt í gulan fyrir Öræfajökul

Í gær (17-Nóvember-2017) var óvissustigi lýst fyrir fyrir Öræfajökli af Almannavörnum auk þess sem öryggiskóði fyrir flug var breytt í gulan (hægt að sjá hérna)

Staðan eins og hún er núna er sú að ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls er þessi ketill rúmlega 1 km breiður og í kringum 21 til 25 metra djúpur samkvæmt frumrannsóknum. Þetta er í fyrsta skipti í skráðri sögu sem að svona ketill myndast í Öræfajökli. Það er núna talið að þessi ketill hafi verið að tæma sig alla þessa viku og því hafi fundist lykt af brennisteini á svæðinu þennan tíma. Hægt er að sjá Kvíá hérna á Google Maps. Þessa stundina er ekki mikið um jarðskjálfta í Öræfajökli, það mátti búast við þessu (ég reikna með því). Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Öræfajökull náði þessu stigi á nokkrum mánuðum á meðan það tók Eyjafjallajökul rúmlega 16 ár að ná þessu sama stigi þangað til að eldgos hófst í þeirri eldstöð.

Það er ekki til mikið af gögnum um Öræfajökul um eldri eldgos sem hafa orðið. Síðasta eldgos varð árið 1727 til 1728 (289 ár síðan) og eldgosið þar á undan varð árið 1362 (655 ár síðan) og varði í nokkra mánuði. Þessa stundina hef ég ekki mikið af gögnum til að vinna með. Þar sem ekki hafa verið stundaðar miklar mælingar í kringum Öræfajökul þar sem enginn bjóst við að þróunin yrði svona hröð í Öræfajökli. Það var eingöngu í Október að það rann upp fyrir vísindamönnum hvað væri að gerast í Öræfajökli.


Engir jarðskjálftar í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana (blá doppa syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að sjá myndir af katlinum í öskju Öræfajökuls hérna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja ef að ástæða þykir til þess.

Há leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (eldstöðin Katla)

Síðustu daga hefur verið mikil leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli vegna þess að katlar sem eiga uppruna sinn í jarðhita sem kemur frá eldstöðinni Kötlu hafa verið að tæma sig. Vegna þess hversu kalt er í veðri núna þá er ekki mikið bræðsluvatn eða vatn í öðrum ám í jökulám núna sem þýðir að nærri því eingöngu bræðsluvatn er núna í jökulám frá Mýrdalsjökli. Þessa stundina er leiðnin í Múlakvísl á Mýrdalssandi í kringum 567µS/cm (ég veit ekki hvar mælirinn er staðsettur). Það hefur einnig fylgt þessu talsvert gas og stendur mælingin núna í 1ppm og er þetta því hættulegt magn af H2S sem er að mælast.

Það hafa verið örfáir litir jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga en enginn af þeim hefur náð stærðinni 2,0 þessa stundina.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hvað er að gerast er erfitt að segja til um á þessari stundu. Það eina sem er vitað með vissu er að katlar eru að tæma sig í nærliggjandi jökulár á þessari stundu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu í síðastliðna nótt

Síðastliðna nótt (aðfaranótt 18-Nóvember-2017) klukkan 01:01 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálfti með stærðina 2,2 varð klukkan 00:30 og er það forskjálfti að síðari jarðskjálftanum. Það komu eingöngu fram tveir jarðskjálftar og eingöngu síðari jarðskjálftinn fannst á Siglufirði.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðastliðna nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ekki hafa komið fram frekari jarðskjálftar á þessu svæði síðan síðustu nótt.