Í gær (17-Nóvember-2017) var óvissustigi lýst fyrir fyrir Öræfajökli af Almannavörnum auk þess sem öryggiskóði fyrir flug var breytt í gulan (hægt að sjá hérna)
Staðan eins og hún er núna er sú að ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls er þessi ketill rúmlega 1 km breiður og í kringum 21 til 25 metra djúpur samkvæmt frumrannsóknum. Þetta er í fyrsta skipti í skráðri sögu sem að svona ketill myndast í Öræfajökli. Það er núna talið að þessi ketill hafi verið að tæma sig alla þessa viku og því hafi fundist lykt af brennisteini á svæðinu þennan tíma. Hægt er að sjá Kvíá hérna á Google Maps. Þessa stundina er ekki mikið um jarðskjálfta í Öræfajökli, það mátti búast við þessu (ég reikna með því). Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Öræfajökull náði þessu stigi á nokkrum mánuðum á meðan það tók Eyjafjallajökul rúmlega 16 ár að ná þessu sama stigi þangað til að eldgos hófst í þeirri eldstöð.
Það er ekki til mikið af gögnum um Öræfajökul um eldri eldgos sem hafa orðið. Síðasta eldgos varð árið 1727 til 1728 (289 ár síðan) og eldgosið þar á undan varð árið 1362 (655 ár síðan) og varði í nokkra mánuði. Þessa stundina hef ég ekki mikið af gögnum til að vinna með. Þar sem ekki hafa verið stundaðar miklar mælingar í kringum Öræfajökul þar sem enginn bjóst við að þróunin yrði svona hröð í Öræfajökli. Það var eingöngu í Október að það rann upp fyrir vísindamönnum hvað væri að gerast í Öræfajökli.
Engir jarðskjálftar í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana (blá doppa syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Hægt er að sjá myndir af katlinum í öskju Öræfajökuls hérna.
Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja ef að ástæða þykir til þess.