Í dag (21-Nóvember-2017) klukkan 13:53 og 13:55 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar urðu í norð-austanverði öskju Bárðarbungu þar sem jarðskjálftar verða oftast þar. Það á eftir að koma í ljós hvort að einhver breyting verður á leiðni í Jökulsá á Fjöllum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það tekur jökulvatnið 9 klukkutíma að fara frá Upptyppingum til Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur fyrir jökulvatnið að ná Upptyppingum frá jöklinum en það eru líklega nokkrir klukkutímar.
Jarðskjáftavirknin í Bárðarbungu í dag. Það er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli þessa stundina en hugsanlegt er að slæmt veður komi í veg fyrir mælingar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eftirskjáfltanir sem komu fram mynda áhugaverða línu sem er nærri því vestur til austur í öskju Bárðarbungu. Ég hef ekki séð þetta áður að mig minnir til. Ég veit ekki hvort að þetta þýði eitthvað meira en bara það að þarna er líklega misgengi í eldstöðinni.