Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Öræfajökli undanfarið og er viðvörunarstig Öræfajökuls ennþá gult eins og sjá má hérna [vefsíðan er hérna]. Eins og áður þá eru langflestir jarðskjálftar sem eiga sér stað mjög smáir að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (appelsínugulu doppuanar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er núna munstur á þessari jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það munstur kemur fram á SIL stöðvum rétt áður en og þegar jarðskjálftavirkni er skráð í Öræfajökli. Það er möguleiki að þessi breyting á óróanum séu jarðskjálftar að eiga sér stað í Öræfajökli. Ég er ekki ennþá viss um hvað er að valda þessu. Aðrar útskýringar á þessu eru mögulegar.


Toppanir sjást við 01/02 línuna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá afhverju þetta gerist og hvað er í gangi þegar þetta kemur fram og afhverju þetta kemur fram.

Slæmt veður kemur núna í veg fyrir jarðskjálftamælingar á litlum jarðskjálftum á Íslandi. Þar sem það er spáð slæmu veðri fram á Sunnudag þá má reikna með áframhaldandi truflunum á jarðskjálftamælinum vegna veðurs.

Flutningur til Íslands

Mér hefur tekist að koma því þannig fyrir að ég mun flytja til Íslands í Júlí frekar en Október. Það gefur mér tækifæri til þess að vinna í sumar og haust (við að slá gras og í sláturhúsi). Það að flytja í Júlí lækkar einnig skattareikinginn hjá mér í Danmörku fyrir árið 2018 þar sem ég er eingöngu skattskyldur í Danmörku fram til þess dags að ég flyt lögheimilið til Íslands. Ég hef bara ekki efni á því að lifa í Danmörku og það er ekkert við því að gera.