Upplýsingar í þessari grein munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.
Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram af fullum krafti (grein hérna). Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá má búast við því að þessar tölur verði úreltar mjög fljótlega. Jarðskjálftahrinan sem er núna í gangi hófst fyrir rúmlega 18 klukkutímum síðan og er ennþá í gangi af fullum krafti. Það hafa mælst yfir 500 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana en flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,0. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið þrír jarðskjálftar sem eru þrír að stærð eða stærri.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin er mjög þétt á Tjörnesbrotabeltinu þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuvirkni á þessu svæði. Þarna er eldstöð sem hefur ekki gosið á sögulegum tíma (eldstöðin fyrir sunnan þessa eldstöð gaus árið 1867 Desember til 1868 Janúar) og er það eina þekkta eldgosið þar á sögulegum tíma (upplýsingar um þessa eldstöð má finna hérna). Skortur á gögnum gerir mjög erfitt að segja til um það hvort að þarna muni hefjast eldgos á þessu svæði og hvað þurfi að gerast til þess að eldgos hefjist. Staðan er núna er sú að þarna er eingöngu um að ræða jarðskorpuhreyfingar.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf krefur og staða mála breytist.