Staðan í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey klukkan 22:35

Upplýsingar í þessari grein munu úreltast á skömmum tíma.

Hérna eru nýjustu stærðartölur um stærstu jarðskjálftana sem urðu í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og USGS.

Jarðskjálfti klukkan 05:34 var með stærðina 4,9. USGS segir stærðina mb4,8.
Jarðskjálfti klukkan 05:38 var með stærðina 5,2. USGS segir stærðina mb5,0.
Jarðskjálfti klukkan 06:32 var með stærðina 4,0. USGS segir stærðina mb4,5.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 68 jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey. Það hafa orðið samtals 1488 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ennþá frekar þétt í eldstöðinni Nafir, austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem veðurspáin næstu daga er mjög slæm fyrir Ísland þá mun það koma í veg fyrir að smáir jarðskjálftar muni mælast á svæðinu. Stærri jarðskjálftar ættu almennt að ná yfir rok hávaðann (vonandi) og mælast almennilega. Stærstu jarðskjálftarnir munu mælast á jarðskjálftamælanetum utan Íslands þar sem slæmt veður er ekki vandamál.

Næsta grein um stöðu mála er á morgun. Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan klukkan 12:32 í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar þann 19-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu úreldast mjög hratt.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Grímsey og nágrenni vegna þessar jarðskjálftahrinu austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem mældist var með stærðina 5,2 og var annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,5 þessa stundina. Miðað við hvernig þessir jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum þá er líklegt að jarðskjálftinn sem er með stærðina 4,5 sé nærri því að vera 5,0 að stærð en það tekur tíma að fara nákvæmlega yfir jarðskjálftagögnin þegar svona jarðskjálftahrina á sér stað. Stærsti jarðskjálftinn fannst á stóru svæði í kringum Grímsey og á Akureyri.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftahrinan sé að fara að enda. Það er óljóst á þessari stundu hvort að þetta sé undanfari að eldgosi á þessari stundu. Á þessari stundu er ekki eldgos á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er mjög þétt á svæði austan við Grímsey. Vegna þess hversu stór þessi jarðskjálftahrina er þá ræður SIL mælanetið ekki almennilega við að staðsetja alla jarðskjálftana sjálfvirkt.