Staðan í jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 11:40

Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt.

Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 1002 jarðskjálftar austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukktímana. Flestir jarðskjálftanna eru litlir en mjög margir jarðskjálftar finnast engu að síður í Grímsey.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana eru með stærðina 3,1 til 4,1. Það hafa orðið 12 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundirnar.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Uppfærsla klukkan 19:15

Fjöldi jarðskjálfta er núna 1302 og það er möguleiki að ég hafi farið línuvillt í morgun og því er talan um fjölda jarðskjálfta sem ég skrifaði í morgun líklega röng.

Grein uppfærð klukkan 19:15.