Áframhaldandi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Janúar-2018) varð áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey. Það urðu meira en 100 jarðskjálftar í aðal jarðskjálftahrinunni en enginn þeirra náði stærðinni 3,0. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 2,6 (klukkan 03:46). Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,2 (klukkan 20:20) á svæðinu þar sem jarðskjálftahrinan sem varð þann 28-Janúar-2018 átti sér stað. Það er líklegt að þessi jarðskjálfti tengist ekki jarðskjálftahrinunni suður af honum.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að hugsanlega sé möguleiki á stærri jarðskjálfta á þessu svæði á næstu mánuðum. Jarðskjálftar sem eru stærri en Mw5,0 verða reglulega á þessu svæði. Síðasti átti sér stað þann 2-Apríl-2013. Ég skrifaði um þann jarðskjálfta hérna og hérna (með myndum). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað.

Flutningur til Íslands

Vegna peningavandræða sem ég er alltaf í Danmörku vegna danska skattsins. Þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands í Október-2018. Ég ætla að fara aftur í skóla frá Janúar-2019 á meðan ég bíð eftir íbúð á Hvammstanga en ég vona að biðin verði ekkert rosalega löng hjá mér. Þeir sem vilja styrkja mig geta fundið upplýsingar um hvernig er hægt að gera það hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Árið 2017 var mjög slæmt hjá mér peningalega en þá lét ég taka danska skattinn af mér á Íslandi og núna læt ég taka upphæðina í Danmörku þar sem það breytir engu hvar upphæðin er tekin sem ég þarf að borga í skatt í Danmörku. Þar sem ég nenni ekki að standa í endalausu peningaleysi þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands. Þetta ástand hjá mér kemur til vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi Íslands og Danmerkur. Ég ætla frekar að taka upp hlutfallslega búsetur erlendis eftir nokkur ár og þá mjög líklega í Þýskalandi.

Grein uppfærð klukkan 03:59. Bætti við texta sem datt út fyrir mistök.