Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.