Í dag (8-Ágúst-2018) varð frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu en klukkan 21:39 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálfti var með stærðina 2,4. Þessi jarðskjálftahrina virðist ennþá vera í gangi og því geta stærðir og fjöldi jarðskjálfta breyst með skömmum fyrirvara.
Jarðskjálftahrina í Kötlu. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það mælist enginn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftavirkni og það þýðir engin kvika er hérna á ferðinni. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist jökulflóðum sem hafa verið að koma frá Mýrdalsjökli undanfarna daga.