Í dag (16-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli klukkan 15:53. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið hingað til í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,8 og 3,3 og þessa stundina eru aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram minni í þessari jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar með stærðina 3,8 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi og því er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar sem finnast muni koma fram fram. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á nálægum ferðamannasvæðum.