Örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (1-ágúst-2018) varð örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Breytingin er sú að stærðir þeirra jarðskjálfta sem varð í dag jókst aðeins og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5 og nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 eða stærri hafa orðið í dag.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi vikulegra jarðskjálfta í Öræfajökli er núna í kringum 50 jarðskjálftar á viku en var áður í kringum 100 jarðskjálftar á viku. Þessi breyting þýðir ekkert mikið en bendir til þess að kvikan sem er í Öræfajökli sé að fara sér mjög hægt um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin sjálf hefur hinsvegar ekkert breytst og ekkert sem bendir til þess breyting sé að verða á jarðskjálftavirkninni.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (1-ágúst-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist hugsanlegu jökulflóði frá Mýrdalsjökli. Það hafa ekki verið fluttar neinar fréttir af slíku ennþá.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftavirkni getur hinsvegar tekið sig upp aftur í Kötlu án nokkurs fyrirvara eða viðvörunar.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (1-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu klukkan 07:08 í morgun. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvika. Það var sagt frá því í kvöldfréttum að háhitasvæðin í Bárðarbungu eru ennþá mjög virk og aflmikil. Þessi hverasvæði eru á brún öskju Bárðarbungu og sést gufa stíga upp þar sem jarðhitavirknin hefur náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn.