Síðan á Laugardag (10-Nóvember-2018) og þangað til í dag (11-Nóvember-2018) þá hefur verið jarðskjálftahrina sunnan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar hingað til. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálftahrina hafi fundist í byggð.
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi, jafnvel þó svo að slakað hafi á þessari jarðskjálftahrinu á síðustu klukkutímum. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu klukkutíma eða daga.