Jarðskjálfti í Hamarinum

Í dag (23-Nóvember-2018) klukkan 21:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Hamrinum (enginn GVP prófill, er undir Bárðarbunga sem Loki-Fögrufjöll). Síðasta óstaðfesta eldgos var í Júlí 2011 og varði það í ~12 klukkutíma. Það olli jökulflóði en náði ekki að brjótast upp úr jöklinum. Þetta eldgos var eingöngu sýnilegt á óróamælum.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna til vinstri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari virkni sé á leiðinni, áður en eldgosið varð árið 2011, þá átti sér stað aukning í jarðskjálftum í Hamrinum. Sama virðist vera að gerast núna. Það varð ekki nein jarðskjálftavirkni í Hamarinum þegar eldgosið í Júlí 2011 átti sér stað. Það bendir til þess að kvika standi mjög grunnt í jarðskorpunni þarna og það þurfi ekki miklar þrýstibreytingar á kvikunni til þess að koma af stað eldgosi.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.