Jarðskjálfti með stærðina 4,8 í Bárðarbungu

Síðastliðina nótt (28-Desember-2018) var kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 01:16 og var með stærðina 4,8. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 og varð klukkan 01:20. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,7 og varð klukkan 01:38. Síðasti jarðskjálftinn í þessari hrinu varð klukkan 01:46 og var með stærðina 2,8.


Jarðskjálfti í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og eldstöðin hefur verið að gerast síðan í Apríl eða Maí 2015. Það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem eru stærri en 4,5 sé að fjölga (það tekur nokkra mánuði í viðbót að sjá það örugglega). Þetta er annar eða þriðji jarðskjálftinn sem er stærri en 4,5 sem verður í Bárðarbungu árið 2018. Það mundi ekki koma mér á óvart ef að það færu að koma fram jarðskjálftar með stærðina 5,5 í Bárðarbungu á næstu mánuðum eða árum. Það eru engin merki um það að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu.