Síðastliðna nótt (30-Desember-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 á Hellisheiði í Henglinum. Þessi jarðskjálfti fannst mjög víða. Stærsti eftirskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,2.
Jarðskjálftinn í Hellisheiði (Henglinum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst á þessu svæði á næstu klukkutímum. Það er alltaf hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þessi jarðskjálfti á upptök sín í flekahreyfingum en ekki kviku hreyfingum.