Jarðskjálftahrinan sem hófst vestan við Kópasker þann 23 Mars 2019 er ennþá í gangi. Fjöldi jarðskjálfta hefur minnkað og færri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað undanfarna daga og á þessum tíma hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni 3,0 eða stærri. Þetta getur breyst án viðvörunar þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.
Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt nýlegum fréttum þá er þetta stærsta jarðskjálftahrinan á þessu svæði síðan árið 1991 (28 ár) samkvæmt Veðurstofu Íslands sem athugaði gögn eins langt og þeir gátu fyrir þetta svæði Íslands. Yfir 3000 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu síðan hún hófst.
Styrkir
Ég minni fólk að styrkja vinnu mína við þessa vefsíðu. Það fer umtalsverð vinna hjá mér í þessa vefsíðu og við að skrifa greinar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂