Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag (12-Apríl-2019) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina varð á svæði þar sem hefur verið mikið um jarðskjálftahrinur undanfarnar vikur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er engin jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það getur breyst án nokkurs fyrirvara.


Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi staða fyrir Tjörnesbrotabeltið er sú að jarðskjálftavirkni mun halda þar áfram eins og verið hefur eins og hefur verið raunin síðan í Janúar þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst rólega. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftahrinan endar á Tjörnesbrotabeltinu. Hættan að það verði stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram svo lengi sem núverandi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekkert dregið úr þeirri áhættu.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂