Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag (12-Apríl-2019) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina varð á svæði þar sem hefur verið mikið um jarðskjálftahrinur undanfarnar vikur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er engin jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það getur breyst án nokkurs fyrirvara.


Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi staða fyrir Tjörnesbrotabeltið er sú að jarðskjálftavirkni mun halda þar áfram eins og verið hefur eins og hefur verið raunin síðan í Janúar þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst rólega. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftahrinan endar á Tjörnesbrotabeltinu. Hættan að það verði stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram svo lengi sem núverandi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekkert dregið úr þeirri áhættu.