Jarðskjálfti með stærðina 3,3 austur af Grímsey

Ég biðst afsökunar á því að vera svona seint á ferðinni með þessa grein.

Aðfaranótt 8-Apríl-2019 klukkan 04:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 austan við Grímsey. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði sem hófst fyrir nokkrum vikum síðan og er að mestu leiti ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan vestan við Kópavog heldur áfram og þar verða nokkrir jarðskjálftar á hverjum degi á því svæði. Það eru engin skýr merki um það að þeirri jarðskjálftahrinu sé að fara að ljúka.