Óstaðfestar fregnir um öskuský út af ströndinni við Krýsuvík (Krísuvíkurberg)

Þetta er möglega röng tilkynning. Það kom í gærkvöldi (7-Ágúst-2021) tilkynning um að sést hefði í öskuský eða gufubólstra útaf ströndinni við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja.

Öskuský eða gufuský myndi benda til þess að eldgos væri hafið úti af ströndinni eða úti í sjó. Eldgos úti í sjó býr til miklu meiri óróa sem kemur miklu betur fram á SIL stöðvum sem eru næst slíkum atburði og samkvæmt fréttum af þessu þá hefur ekkert sést á nálægum SIL stöðvum ennþá varðandi óróann. Það hafa ekki verið neinir jarðskjálftar á því svæði þar sem þessi atburður átti að hafa átt sér stað.

Landhelgisgæslan hefur verið send á svæðið til þess að athuga málið, þar sem þeir voru nálægt hvort sem er. Veðrið á þessu svæði er með ágætum þessa stundina og því ætti ekki að vera mikill öldugangur á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að vera viss, þar sem öldur á Atlantshafinu geta komið frá svæðum þúsundum kílómetra frá Íslandi þar sem veður eru slæm.

Ef eitthvað nýtt kemur fram í fréttum. Þá mun ég annaðhvort uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein um stöðu mála.