Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (11-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina fannst ekki vegna þess hversu langt frá landi hún varð.

Nokkrar grænar stjörnur í vinstra horni myndarinnar sem sýnir jarðskjálfta yfir stærðinni þrír. Auk nokkura rauða punkta. Jarðskjálftanir eru mjög langt frá landi.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,4 samkvæmt EMSC. Hægt er að lesa til um þann jarðskjálfta hérna. Fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands kemur í veg fyrir að hægt er að vita hvenær þessi jarðskjálftavirkni hófst og hvenær henni lauk.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því virknitímabili sem er núna hafið á Reykjaneshrygg og mun vara í nokkrar aldir.