Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Eldgosið heldur áfram eins og hefur verið. Eldgos í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma. (Hérna er mín persónulega skoðun) Hvert eldgos sem er svona er í raun ekkert annað en stutt eldgos í eldstöðinni sem er þarna. Alveg eins og er í öðrum eldstöðvum en tíminn milli eldgosa er bara styttri þarna. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast svona.
  • Sprungur hafa myndast í gónhólnum sem er næst gígnum. Afhverju þetta er að gerast er ennþá óljóst. Það eru tveir möguleikar sem útskýra þetta. Fyrsti möguleikinn er að hérna sé um að ræða sprungur vegna spennu í jarðskorpunni vegna eldgossins. Annar möguleiki er að þarna sé komin fram þensla vegna þess að kvika er að fara að þrýsta sér þarna upp. Þetta sást fyrst í eldgosinu, þá kom fram sprungumyndum nokkrum dögum áður en eldgos hófst á því svæði.
  • Hraunflæði er núna í kringum 9m3/sec samkvæmt mælingum Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Þetta eldgos er mjög lítið og er miklu minna en eldgosið í Heklu árið 2000 sem var minnsta eldgos í skráðri sögu (samkvæmt fréttum). Á meðan eldgosið er svona lítið þá mun hraunið ekki fara langt og eingöngu renna stutt frá gígnum og hlaðast upp á svæðinu næst honum og á nærliggjandi svæðum.

Fólk heldur áfram að fara út á hraunið sem er stórhættulegt þar sem undir hraun skorpunni getur verið stórir hellar sem eru fullir af hrauni og það hraun er allt að 1100C gráðu heitt. Ef að þakið brotnar á svona helli og fólk fellur ofan í þá. Þá er engin leið til þess að bjarga viðkomandi þar sem það verður orðið of seint hvort sem er. Síðan getur hraun skorpan bara brotnað upp án viðvörunar og þá hleypur fljótandi hraun fram án nokkurar viðvörunnar og afleiðinganar af því mun valda alveg jafn miklum dauðsföllum.