Þetta er stutt grein um stöðu mála um virknina í eldstöðinni Reykjanes.
Klukkan 17:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í Eldvörpum í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst mjög víða og mjög vel á stóru svæði á sunnanverðu landinu.
Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Staðan eins og hún er núna er þannig að jarðskjálftavirkni mun halda áfram að aukast þarna, þangað til að eldgos hefst líklega í Eldvörpum. Hvenær það gæti gerst er ekki eitthvað sem hægt er að spá fyrir um.
Uppfært klukkan 20:51. Veðurstofan lækkaði stærð þessa jarðskjálfta við nánari yfirferð á gögnum hjá sér. Greinin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Í dag (15-Maí-2022) hófst kröftug jarðskjálftavirkni í Eldvörpum á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er vestan við Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,1. Samtals fimm jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 hafa orðið frá klukkan 11:00 í morgun. Meira en 100 minni jarðskjálftar hafa orðið á þessum sama tíma.
Jarðskjálftavirknin í Eldvörpum og rétt við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég sé ekki nein skýr merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna plötuhreyfinga á þessu svæði. Þetta virðist miklu frekar vera vegna þess að kvika er að reyna að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna á þessu svæði en kvikan virðist eiga í vandræðum með það ferli. Það sást einnig rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Munurinn núna er sá að eldgos í Eldvörpum gæti orðið einu sinni til tvisvar sinnum stærra en eldgos í Fagradalsfjalli. Hinsvegar, þangað til að eldgos hefst, þá eru þetta bara ágiskanir. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst á þessu svæði, eða ef eldgos mun hefjast þarna. Það er þó mestar líkur á því að eldgos muni hefjast þarna en eldstöðvar eru óútreiknanlegar.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.